Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli

Málsnúmer 1509100

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Heimilis og skóla þar sem farið er fram á það við sveitarfélög landsins, að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24.11.2015

Á 411. fundi bæjarráðs, frá 6. nóvember 2015, var lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Heimilis og skóla þar sem farið var fram á það við sveitarfélög landsins, að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson og fór yfir umsögn sína.

Þar kemur m.a. fram að tveir gervigrasvellir eru í Fjallabyggð. Báðir vellirnir eru með "Sportsfill SBR 0,8 - 2,5" gúmmíkurli úr dekkjum og var gúmmíið endurnýjað árið 2014. Lagt er til að sett verði nýtt kurl í vellina sem uppfyllir allar kröfur og grasinu verði skipt út eftir tíu ár. Kostnaður við að skipta út kurli er um 330 þús. hver völlur. Kostnaður við að skipta út grasinu er á bilinu 3,7 - 4,5 milljónir hver völlur.

Bæjarráð samþykkir að sett verði nýtt kurl á gervigrasvelli Fjallabyggðar 2016.