Úrbætur á lóð við Hólaveg 4, Siglufirði

Málsnúmer 1509064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 08.10.2015

Lagt fram erindi Jóns Garðars Steingrímssonar. Óskað er eftir leyfi fyrir eftirtöldum framkvæmdum á lóð hans við Hólaveg 4, Siglufirði:
Gerð bílastæðis sunnan húseignarinnar að Hólavegi 4, ásamt því að fjarlægja tré sem þar stendur. Lagningu drens umhverfis húseignina. Fjarlægja olíutank sem staðsettur er fyrir miðjum vesturvegg húseignarinnar við Hólaveg 4. Fjarlægja tré sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna slagviðris. Að lokum er óskað eftir því að kaldavatnsveita og holræsalögn verði endurnýjuð að lóðarmörkum.

Erindi samþykkt. Varðandi vatn og fráveitu þá er því vísað til skoðunar hjá þjónustumiðstöð.