Umsögn sveitarfélags um lögbýlisumsókn til Landbúnaðarráðuneytis.

Málsnúmer 1509035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 08.10.2015

Lagt fram erindi Sigurjóns Magnússonar dagsett 14. ágúst 2015. Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar vegna umsóknar til Landbúnaðarráðuneytis um stofnun lögbýlis fyrir Brimnes, skv. V. kafla jarðalaga nr. 81/2004. Umsögn þessi er vegna umsóknar til Norðurlandsskóga um skjólbeltaræktun á landinu í kringum Brimnes. Landið þarf að uppfylla og vera skráð sem lögbýli til að Norðurlandsskógar sjái um plöntur til gróðursetningar og aðstoð við plöntun.

Þar sem svæðið er ekki skilgreint sem landbúnaðarsvæði á gildandi aðalskipulagi, sér nefndin sér ekki fært að gefa jákvæða umsögn um erindið.