Trölli - samstarf

Málsnúmer 1509007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Lagt fram til kynningar erindi frá útvarpi Trölla, en stöðin næst um norðanverðan Tröllaskaga, og á Internetinu. Lögð er fram hugmynd um nýtingu Trölla til að efla ímynd Fjallabyggðar hjá íbúum, ferðafólki og nærsveitarmönnum.

Bæjarráð óskar eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Á 408. fundi bæjarráðs, 8. september 2015, var lagt fram til kynningar erindi frá útvarpi Trölla er varðaði hugmynd um nýtingu Trölla til að efla ímynd Fjallabyggðar hjá íbúum, ferðafólki og nærsveitarmönnum.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa, dagsett 17. september.

Í umsögn kemur m.a. fram að samkomulag eða samvinnuverkefni Fjallabyggðar og Trölla geti verið báðum aðilum til góða.

Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að vísa afgreiðslu erindis til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.