Móttaka flóttafólks og sveitarfélög

Málsnúmer 1509004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytis, dagsett 1. september 2015, um móttöku flóttafólks sem er samstarfsverkefni ríkisins, viðkomandi sveitarfélags og Rauða kross Íslands og viðmiðunarreglur þar að lútandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 03.11.2015

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dags. 6. október 2015, um mótttöku sveitarfélaga á flóttamönnum, ásamt fylgiskjölum:
1. Bréf sambandsins til velferðar- og innanríkisráðuneyta, dags. 29. september sl.
2. Minnisblað til stjórnar sambandsins, dags. 9. september sl.
3. Norræn samantekt um málefni flóttamanna, dags. 9. september sl.

Í bréfi sambandsins er kynnt samþykkt stjórnar sambandsins frá fundi 11. september sl. um stuðning og hagsmunagæslu sambandsins vegna móttöku sveitarfélaga á flóttamönnum og sveitarfélögum er boðið að tilnefna fulltrúa í samráðshóp um málið.