Málefni Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1508076

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir og fór yfir stöðuna í upphafi skólaárs, mönnun, barnafjölda og hvernig leikskólastarfið kemur til með að verða í vetur.

Skólastjóri kynnti starfsáætlun skólans.

Leikskólabörn eru nú 77 á Leikskálum og 41 á Leikhólum.
Starfsmenn eru 37 í mismunandi starfshlutföllum.

Ljúka þarf yfirferð innritunarreglna og viðmiðunarreglna fyrir sérkennslu.

Ekki eru biðlistar eftir plássi í skólanum.