Málefni Tónskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1508074

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Á fund nefndarinnar kom skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson og upplýsti um stöðuna í upphafi skólaárs.

Skólastjóri fór yfir neðangreind mál:
1. Breytingar á stöðuhlutföllum kennara, sem eru 6,70 í 8 störfum.
2. Samning við Dalvíkurbyggð um afnot af bíl sem þarf að taka til skoðunar og afgreiðslu.
3. Innritun fyrir skólaárið 2015 - 2016 og fjölda nemenda, sem eru 124 þegar allt er talið.
4. Markmiðasamningar, sem tengjast markmiði hvers nemenda.

Nefndin telur brýnt að lokið verði við fyrirhugaðar viðgerðir á tónskólahúsnæðinu á Siglufirði fyrir veturinn, til að koma í veg fyrir frekara tjón.