Beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1508060

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Lögð fram til kynningar staðfesting Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi greiðslu á skólakostnaði og sérkennslu/stuðningi fyrir nemanda í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015-2016.

Tengsl við fjárhagsáætlun, hærri framlög á móti útgjöldum, er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. september 2015, var lögð fram til kynningar staðfesting Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi greiðslu á skólakostnaði og sérkennslu/stuðningi fyrir nemanda í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015-2016.

Tengsl við fjárhagsáætlun, hærri framlög á móti útgjöldum, er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlagi að upphæð 1,2 millj. á móti jafnháum útgjöldum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Jafnframt er framlagi að upphæð 1,4 millj. á móti jafnháum útgjöldum, vísað til fjárhagsáætlunar 2016.