Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga

Málsnúmer 1508057

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Í erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dagsett 15. ágúst 2015 er kynnt niðurstaða í könnun meðal skólastjóra grunnskóla um innleiðingu laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Fram kemur að ekki hafi allir nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar aðgang að náms- og starfsráðgjafa.
Einnig kom fram að það vantaði að hluta, að birt væri á vef skólans, upplýsingar um skólanámskrá, starfsáætlun, áætlun um innra mat og niðurstöður innra mats og áætlun um umbætur í kjölfar innra mats.
Að auki var minnt á eftirlitsskyldu skólanefnda sveitarfélaga í þessum efnum.

Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri GF, Jónína Magnúsdóttir og upplýsti um að ekki hefði fengist náms- og starfsráðgjafi til starfa við skólann, en starfmaður skólans hefði fengið hlutverk sem tengjast þessum verkefnum.
Skólastjóri upplýsti nefndina að unnið væri að birtingu þeirra upplýsinga, sem talið er að vanti á heimasíðu skólans.