Rif á húsum og geymum í olíubirgðastöð að Ránargötu 2, Siglufirði

Málsnúmer 1508013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 404. fundur - 11.08.2015

Lagt fram til kynningar erindi frá Olíudreifingu, dagsett 4. ágúst 2015, um rif á húsum og geymum í olíubirgðastöð að Ránargötu 2 Siglufirði.

Erindið verður til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19.08.2015

Olíudreifing ehf. óskar eftir leyfi til að rífa og fjarlægja tvær vörugeymslur og tvo gasolíugeyma í olíubirgðastöð að Ránargötu 2 skv. meðfylgjandi teikningu. Í framhaldinu verða núverandi girðing og hlið lagfærð eða endurnýjuð.

Erindi samþykkt.