Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015

Málsnúmer 1508008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 09.09.2015

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir vetraropnun og skipulag starfseminnar.

  Starfsemin verður til húsa að Lækjargötu 8 Siglufirði og Ægisgötu 15 Ólafsfirði.

  Gert er ráð fyrir að 40 til 50 unglingar sæki félagsmiðstöðina. Fyrirhugað er að hafa opið á miðvikudögum í Ólafsfirði, föstudögum á Siglufirði og til skiptis á mánudögum. Reiknað er með að hefja starfsemina mánudaginn 21. september í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir og Magnús S. Jónasson.
  Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir vetraropnun og starfsemina og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.

  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti opnunartímann.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

  395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, samþykkti að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu.

  Á 404. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2015, var lögð fram umsögn UÍF og breytingartillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  Bæjarráð samþykkti að vísa tillögu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

  Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigursson og fór yfir tillögu að úthlutun frítíma.

  Frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna, en telur rétt að athuga með tímasetningu frítíma, þannig að íþróttafélög fái úthlutaða tíma eftir að skólatíma líkur til kl. 18.00 í stað 19.00, með sveigjanleika þó.
  Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
  Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir starfsemi vinnuskólans sumarið 2015.

  Umsóknir urðu 33 en voru í fyrra 45.
  Átta flokksstjórar höfðu umsjón með hópunum.

  Nefndin vill hrósa vinnuskólanum og stjórnendum öllum svo og samstarfi við yfirmann Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar og hans fólki og jafnframt yfirmanni slátturliðsins og hans fólki sem stóð sig frábærlega þrátt fyrir erfið skilyrði oft á tíðum.
  Bókun fundar Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
  Bæjarstjórn tekur undir hrós fræðslu- og frístundanefndar til vinnuskólans, sláttuliðs og þjónustumiðstöðvar.
  Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og fór yfir stöðuna í upphafi skólaárs, mönnun, nemendafjölda og hvernig grunnskólastarfið kemur til með að verða í vetur. Skólastjóri afhenti og kynnti ársskýrslu grunnskólans.

  Fjöldi nemenda þetta skólaárið í 1.-10. bekk eru 202.
  Í upphafi skólaárs starfa 45 starfsmenn við skólann.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Í erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dagsett 15. ágúst 2015 er kynnt niðurstaða í könnun meðal skólastjóra grunnskóla um innleiðingu laga um grunnskóla nr. 91/2008.

  Fram kemur að ekki hafi allir nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar aðgang að náms- og starfsráðgjafa.
  Einnig kom fram að það vantaði að hluta, að birt væri á vef skólans, upplýsingar um skólanámskrá, starfsáætlun, áætlun um innra mat og niðurstöður innra mats og áætlun um umbætur í kjölfar innra mats.
  Að auki var minnt á eftirlitsskyldu skólanefnda sveitarfélaga í þessum efnum.

  Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri GF, Jónína Magnúsdóttir og upplýsti um að ekki hefði fengist náms- og starfsráðgjafi til starfa við skólann, en starfmaður skólans hefði fengið hlutverk sem tengjast þessum verkefnum.
  Skólastjóri upplýsti nefndina að unnið væri að birtingu þeirra upplýsinga, sem talið er að vanti á heimasíðu skólans.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lögð fram til kynningar staðfesting Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi greiðslu á skólakostnaði og sérkennslu/stuðningi fyrir nemanda í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015-2016.

  Tengsl við fjárhagsáætlun, hærri framlög á móti útgjöldum, er vísað til bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lögð fram áskorun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla fyrir öll börn. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir og fór yfir stöðuna í upphafi skólaárs, mönnun, barnafjölda og hvernig leikskólastarfið kemur til með að verða í vetur.

  Skólastjóri kynnti starfsáætlun skólans.

  Leikskólabörn eru nú 77 á Leikskálum og 41 á Leikhólum.
  Starfsmenn eru 37 í mismunandi starfshlutföllum.

  Ljúka þarf yfirferð innritunarreglna og viðmiðunarreglna fyrir sérkennslu.

  Ekki eru biðlistar eftir plássi í skólanum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

  Tillagan verður áfram til umfjöllunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar kom skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson og upplýsti um stöðuna í upphafi skólaárs.

  Skólastjóri fór yfir neðangreind mál:
  1. Breytingar á stöðuhlutföllum kennara, sem eru 6,70 í 8 störfum.
  2. Samning við Dalvíkurbyggð um afnot af bíl sem þarf að taka til skoðunar og afgreiðslu.
  3. Innritun fyrir skólaárið 2015 - 2016 og fjölda nemenda, sem eru 124 þegar allt er talið.
  4. Markmiðasamningar, sem tengjast markmiði hvers nemenda.

  Nefndin telur brýnt að lokið verði við fyrirhugaðar viðgerðir á tónskólahúsnæðinu á Siglufirði fyrir veturinn, til að koma í veg fyrir frekara tjón.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .12 1412012 Gjaldskrár 2015
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 405. fundur bæjarráðs, 18. ágúst 2015, samþykkti eftirfarandi breytingar á gjaldskrám:

  Grunnskóli Fjallabyggðar,
  4% hækkun á skólamáltíðum, lengdri viðveru og mjólkuráskrift, í takt við vísitölu neysluverðs.

  Verð á skólamáltíðum var kr. 444 frá 1. janúar 2015, verður kr. 462.
  Mjólkuráskrift fyrir hálft skólaár var kr. 2.000, frá hausti 2013, verður kr. 2.080.

  Tónskóli Fjallabyggðar,

  10% hækkun á gjaldskrá fyrir veturinn 2015 - 2016 sem hér segir:

  Heilt nám kr. 52.800. - fyrir veturinn.
  Hálft nám kr. 36.300. - fyrir veturinn.
  Hljómsveitir og hóptímar kr. 30.800. - fyrir veturinn.

  Fullorðnir, heilt nám kr. 63.800. - fyrir veturinn.
  Fullorðnir, hálft nám kr. 49.500. - fyrir veturinn.
  Söngnám á framhaldsstigi kr. 78.100. - fyrir veturinn.
  Hljóðfæraleiga, kr. 10.000. - fyrir veturinn.

  Skólagjöld við tónskólann hafa ekki hækkað sl. fjögur ár og eru töluvert lægri en hjá nágrannasveitarfélögum.
  Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
  Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Farið yfir reglur um niðurgreiðslur á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema sem settar voru 2013.

  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis og að kannaðir verði ákveðnir þættir þessu tengt áður en ákvörðun verður tekin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lagður fram til kynningar, Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur Fjallabyggðar og ríkisins, sem undirritaður var 31. ágúst 2015 af bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnari I. Birgissyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni og fulltrúa landssamtaka foreldra, Heimili og skóli, Hugborgu I. Harðardóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins.

  Fræðslu- og uppeldismál:
  Rauntölur, 319.850.861 kr. Áætlun, 325.516.900 kr. Mismunur; 5.666.039 kr.

  Æskulýðs- og íþróttamál:
  Rauntölur, 127.976.965 kr. Áætlun 127.665.200 kr. Mismunur; -311.765 kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.