Áhrif Héðinsfjarðarganga - málþing

Málsnúmer 1507010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Hópur rannsóknarfólks við Háskólann á Akureyri er að ljúka stóru rannsóknarverkefni um áhrif Héðinsfjarðarganganna á samgöngur, efnahagslíf og samfélag í Fjallabyggð. Áhugi er á því að ljúka verkefninu með málþingi þar sem farið væri yfir helstu niðurstöður og er föstudagurinn 2. október n.k. nefndur til sögunnar, en þá verða fimm ár liðin frá opnun gagnanna.

Bæjarráð samþykkir að sjá um fundaraðstöðu og kaffi.