Kerfisbundin endurskoðun starfsmats - Útgefin störf

Málsnúmer 1507002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 26. júní 2015, um niðurstöðu vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, SAMSTARFS, sem nú liggur fyrir ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Breytingar á launaröðun vegna endurskoðunar gilda frá 1. maí 2014.
Í ljósi þess að um töluverða vinnu er að ræða er sveitarfélögum gefið svigrúm til 1. október 2015 til að framkvæma afturvirkar launabreytingar starfsmanna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Á 400. fundi bæjarráðs, 7. júlí 2015, var kynnt niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Útreikningur á afturvirkri launabreytingu starfsmanna frá 1. maí 2014, liggur nú fyrir.

Bæjarráð samþykkir að vísa launabreytingu að upphæð 13,7 milljónum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.