Möguleg útvistun launaútreikninga fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1506079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Sólrún Júlíusdóttur af fundi og í hennar stað kom Jón Valgeir Baldursson.

Lagt fram erindi frá Remote ehf, dagsett 22. júní 2015, þar sem boðið er upp á launavinnslu fyrir bæjarfélagið.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman kostnað við launaútreikning bæjarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Undir þessum dagskrárlið véku Helga Helgadóttir og Sólrún Júlíusdóttir af fundi og í þeirra stað komu S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

Á 399. fundi bæjarráðs, 29. júní 2015, var lagt fram erindi frá Remote ehf, þar sem boðið er upp á launavinnslu fyrir bæjarfélagið.

Bæjarráð samþykkti að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman kostnað við launaútreikning bæjarfélagsins.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð telur ekki rétt að útvista launaútreikning fyrir Fjallabyggð að svo stöddu.