Mál Arion banka og AFLs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1506060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Lagt fram til kynningar bréf bankastjóra Arion banka, dagsett 19. júní 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Tekið til umræðu mál Arions banka og AFLs Sparisjóðs og mikilvægi þess að niðurstaða fáist í því hvort erlend lán Arion til AFLs séu lögleg eða ekki.
Ef erlendu lánin eru ólögleg verða til fjármunir í samfélagssjóði Sparisjóðsins, sem eiga að nýtast í verkefni í Fjallabyggð og Skagafirði.

Bæjarráð telur að um mikilvægt mál fyrir íbúa Fjallabyggðar og Skagafjarðar sé að ræða og eðlilegt að kannaður sé lagalegur réttur í málinu.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að gæta hagsmuna íbúa Fjallabyggðar í þessu máli.

Bæjarráð telur það mjög æskilegt að vinna málið áfram í náinni samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð m.a. með því að sveitarfélögin noti sama lögfræðing til málsins.

Fyrir liggur að afla gagna í þessu máli og taka ákvarðanir á grundvelli þeirra um framhaldið.

Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri Fjallabyggðar og sveitastjóri Skagafjarðar upplýsi stjórnir bæjar- og sveitarfélaganna mánaðarlega um framgang málsins með formlegum hætti.