Umhverfisátak í Fjallabyggð

Málsnúmer 1506055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Bæjarráð leggur til að 26. og 27. júní verði tiltektardagur í Fjallabyggð.

Bæjarráð hvetur íbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki í Fjallabyggð til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt, s.s. að tína rusl, planta trjám, mála og dytta að eignum sínum.

Upp úr hádegi báða dagana verða hreinsunarbílar á ferð í bæjarkjörnunum til að fjarlægja rusl við lóðarmörk.

Sorpmóttökustöðvar bæjarfélagsins verða opnar milli kl. 13:00 - 18:00 á föstudaginn og á laugardaginn milli kl. 11:00 - 16:00.