Mengun skipa í höfnum

Málsnúmer 1506020

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30.06.2015

Umhverfisstofnun vekur athygli á, að samkvæmt reglugerð nr. 124/2015 sem tók gildi í febrúar á þessu ári skulu skip sem liggja við bryggju nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis eftir því sem kostur er. Hins vegar ef ekki er möguleiki á að nota rafmagn úr landi er gerð sú krafa að ekki skuli nota skipaeldsneyti með meira brennisteinsinnihald en 0,1%(m/m). Þessi krafa er gerð til að stuðla að bættum loftgæðum og draga úr mengun.