Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015

Málsnúmer 1506009F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Selvíkur óskar eftir að ekki verði komið fyrir bryggju eða öðru hafnarlægi á dýpkuðu svæði við Hótel Sigló skv. meðfylgjandi teikningu án samráðs og samþykkis eiganda.

    Hafnarstjórn samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • .2 1401114 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lögð fram yfirlýsing frá starfsmanni Hafbor ehf um ástand flotbryggja sem endurnýjaðar voru á Ólafsfirði. Kafað var undir bryggjurnar og er niðurstaðan að miðað við aldur og notkun eininganna eru þær í ágætis ástandi.

    Þrjár einingar hafa verið settar niður í Ólafsfirði, ein eining fyrir olíuafgreiðslu við Óskarsbryggju, ein við Hótel Sigló og ein milli Ingvarsbryggju og fiskmarkaðar Siglufjarðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagður fram bæklingur til kynningnar á starfsemi Reiknistofu fiskmarkaða hf með ósk um aukna samvinnu fiskmarkaða við sveitarfélög landsins um hin ýmsu mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Fiskistofa vekur athygli löndunarhafna á breyttum reglum sem fela í sér aukið hafnríkiseftirlit vegna landana erlendra skipa frá og með 1. júlí næstkomandi.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagðar fram tillögur að staðsetningu á ramp fyrir sjósetningu smábáta á Siglufirði.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu að staðsetningu fyrir sjósetningu smábáta á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lögð fram tillaga að merkingu á hafnarsvæði til að tryggja öryggi innan hafnarsvæðis, einnig tillaga að skiltum vegna lokunar meðan löndun stendur yfir.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur til reynslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Á 398. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa málinu aftur til hafnarstjórnar með áherslu á að öryggismál og staðsetning sé fullnægjandi.

    Hafnarstjórn ítrekar fyrri bókun, að setja flotbryggjuna til reynslu sumarið 2015.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 12 júní s.l. voru opnuð hjá Ríkiskaup tilboð í stálþil og festingar vegna Siglufjörður - Bæjarbryggja, endurbygging. Lægsta tilboð var um 81,4 mill. kr án vsk, en innifalið er flutningur og afhending á staðnum.
    Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda (GA ehf) á grundvelli tilboðsins.

    Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði GA smíðjárn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Umhverfisstofnun vekur athygli á, að samkvæmt reglugerð nr. 124/2015 sem tók gildi í febrúar á þessu ári skulu skip sem liggja við bryggju nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis eftir því sem kostur er. Hins vegar ef ekki er möguleiki á að nota rafmagn úr landi er gerð sú krafa að ekki skuli nota skipaeldsneyti með meira brennisteinsinnihald en 0,1%(m/m). Þessi krafa er gerð til að stuðla að bættum loftgæðum og draga úr mengun. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Landaður afli á tímabilinu 1. janúar 2015 til 24. júní 2015.
    Siglufjörður 8505 tonn í 1123 löndunum.
    Ólafsfjörður 393 tonn í 374 löndunum.
    Samanburður við sama tíma fyrir árið 2014 er.
    Siglufjörður 7637 tonn í 1357 löndunum.
    Ólafsfjörður 508 tonn í 373 löndunum.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit hafnarsjóðs fyrir apríl 2015.
    Niðurstaða fyrir tímabilið er 4,2 millj. umfram tímabilsáætlun. Rauntölur 0,4 millj. en tímabilsáætlun -3,8 millj.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagt fram til kynningar fyrirhuguð orlofstaka hafnarvarða. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 375. fundar Hafnasambands Íslands 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 19. og 20. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.