Ástand götu við Hafnartún 18-24 Siglufirði

Málsnúmer 1505076

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10.06.2015

Guðmundur Skarphéðinsson vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi íbúa við Hafnartún 18-24 þar sem skorað er á sveitarfélagið að fara í viðgerðir á götunni hið fyrsta.

Þjónustumiðstöð verður falið að yfirfara og lagfæra það sem hægt er á þessu stigi málsins, en ekki er hægt að lofa yfirlögn strax. Tæknideild hefur áform um að vera búin að koma öllum götum í sveitarfélaginu í viðunandi ástand á næstu fimm árum.