Samfélagssjóður AFLs-sparisjóðs

Málsnúmer 1505052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Undir þessum dagskrárlið vék af fundi Sólrún Júlíusdóttir.
Í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson.

Tekið til umfjöllunar málefni AFLs-sparisjóðs.

Bæjarráð skorar á stjórn AFLs-sparisjóðs að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2927-/2013 til Hæstaréttar til þess að fá úr því skorið hvort að umtalsverðar upphæðir gætu orðið til í samfélagssjóði.

Ef lánin dæmast ólögleg þá rennur samfélagssjóðurinn sem reiknaður er sem hluti af óráðstöfuðu eigin fé til byggðalaganna skv. lögum sparisjóðsins um samfélagssjóð.

Leitað verði til Innanríkisráðuneytisins til að tryggja rétta málsmeðferð og hlut byggðarlaganna m.t.t. ætlaðs samfélagssjóðs.