Yfirlögn á malbiki í Fjallabyggð fyrir árið 2015

Málsnúmer 1505049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, Gunnars I. Birgissonar og deildarstjóra tæknideildar Ármanns Viðars Sigurðssonar um ástand slitlags á götum Fjallabyggðar.
Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir um 20 mkr. í viðhald gatna.

Undirritaðir leggja til að fylgt verði 5 ára áætlun, þar sem 40 mkr. á ári sé ráðstafað til þessa málaflokks og því þarf 20 mkr. í viðbótar fjármagn á þessu ári.

Í minnisblaði kemur fram tillaga um þær götur sem yrði farið í viðhald á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir að aukna fjárveitingu að upphæð 20 millj. kr. og vísar til gerðar viðaukatillögu.