Göngubrú yfir Ólafsfjarðará

Málsnúmer 1504048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28.04.2015

Lagt fram erindi Haraldar Marteinssonar, dagsett 21. apríl 2015, þar sem bent er á ásigkomulag göngubrúar yfir Ólafsfjarðará frá Kálfsá að Þóroddsstöðum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dagsett 2. júní 2015, um ásigkomulag göngubrúar yfir Ólafsfjarðará frá Kálfsá að Þóroddsstöðum.

Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.
Allt viðhald og endurbygging er því á hendi landeiganda.

Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Niðurstaða 398. fundar bæjarráðs, 23. júní 2015, um ásigkomulag göngubúrar yfir Ólafsfjarðará frá Kálfsá að Þóroddsstöðum var sú að allt viðhald og endurbygging væri á hendi landeiganda.

Í framhaldserindi Haraldar Marteinssonar eiganda Þóroddsstaða, dagsett 25. júní 2015, kemur fram að upphaflega brúin hafi verið byggð af ábúanda Kálfsár og endurbyggð af bæjarfélaginu.

Bréfritari óskar þess að bæjarráð endurskoði afstöðu sína og byggi einfalda og örugga göngubrú yfir ánna.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að skoða málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, er óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin.

Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið.
Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13.12.2016

Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, er óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin.

Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið.
Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.

Umsögn deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

Töluverð hætta stafar af brúnni í dag og allt viðhald fram til þessa vegna brúarinnar hefur verið á vegum bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir áætlun á kostnaði við að láta fjarlægja brúnna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016

Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, var óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin. Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið. Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.
Töluverð hætta stafar af brúnni í dag og allt viðhald fram til þessa vegna brúarinnar hefur verið á vegum bæjarfélagsins.
Á 479. fundi bæjarráðs, 13. desember 2016, var samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlun við að láta fjarlægja brúna.

Kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að bjóða bréfritara að taka við brúnni í því ástandi sem hún er endurgjaldslaust, að öðrum kosti samþykkir bæjarráð að láta fjarlægja brúna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10.01.2017

Á 480. fundi bæjarráðs, 20. desember 2016, í tengslum við erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, var samþykkt að bjóða bréfritara að taka við brúnni í því ástandi sem hún er endurgjaldslaust, að öðrum kosti yrði brúin fjarlægð.

Í bréfi til bæjarráðs, dagsett 29. desember 2016, afþakkar Haraldur boð bæjarráðs um að þiggja brúna að gjöf.

Bæjarráð vísar í fyrri bókun og samþykkir að láta fjarlægja brúna.