17. júní 2015

Málsnúmer 1504022

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16.04.2015

Samþykkt
Nefndin samþykkir að auglýsa eftir aðilum/félagasamtökum sem eru tilbúin til að taka að sér umsjón með dagskrá hátíðarhalda 17. júní. Frestur til að skila inn umsóknum verður til 4. maí.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 07.05.2015

Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir aðilum til að sjá um 17. júní hátíðarhöldin. Ein umsókn barst frá fræðslu- og menningarmálanefnd Slökkviliðins í Ólafsfirði sem gerir ráð fyrir að hátíðarhöldin fari fram við Menningarhúsið Tjarnarborg og síðan sendu Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Örlygur Kristfinnsson inn hugmynd að dagskrá hátíðarhaldanna sem færu fram á Siglufirði.

Þar sem aðeins ein formleg umsókn barst samþykkir nefndin að fela fræðslu- og menningamálanefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði að sjá um hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18.06.2015

Lagt fram
17. júní hátíðarhöldin í Fjallabyggð fóru fram í blíðskaparveðri í gær. Hátíðarhöldin tókust að mestu leyti vel og þakkar markaðs- og menningarnefnd, Menningar- og fræðslunefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði fyrir að halda utan um dagskránna sem að mestu leyti fór fram við Menningarhúsið Tjarnarborg.