Líkamsræktaraðstaða í Ólafsfirði

Málsnúmer 1503078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 09.04.2015

Lagt fram erindi skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, Láru Stefánsdóttur, dagsett 24. mars 2015, þar sem bent er á tengsl íþróttabrautar með afreks- og útivistarsviði við skólann og íþróttaaðstöðu í Ólafsfirði. Fram kemur í erindi að íþróttaaðstaða í Ólafsfirði sé með miklum ágætum fyrir utan líkamsræktaraðstöðuna og er vonast til að þar verði úr bætt.

Bæjarráð samþykkir að fá umsögn frá deildarstjóra tæknideildar um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, Ármanns Viðar Sigurðssonar, þar sem tekið er undir bókun fræðslu- og frístundanefndar.
Þar var lagt til að ef byggt yrði við ræktina í Ólafsfirði þá yrði valin leið A samkvæmt tillögu sem unnin var af teiknistofunni Víðihlíð 45.
Einnig bendir deildarstjóri tæknideildar á að í kostnaðarmati sem gerð er á tillögum A og B þá er tillaga B lægri, en þar er ekki gert ráð fyrir að sprengja þurfi klöpp sem raunin er að þarf að gera. Við það myndi því kostnaður á tillögu B aukast að einhverju leyti.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum að viðbyggingu við líkamsræktina til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.