Atvinnuleysistölur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1503002

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 04.03.2015

Lagt fram
Lagðar fram tölur frá VMST um atvinnuleysi í Fjallabyggð og þróun frá árinu 2007 til 2015. 41 var á atvinnuleysisskrá í janúar 2015 sem eru jafn margir og voru á skrá í janúar 2014. Af þessum fjölda eru 13 karlar og 28 konur. Flestir, eða 15, eru á aldrinum 20 - 29 ára. Á árinu 2014 voru fæstir atvinnulausir í júlí eða 28. Áætlað atvinnuleysi í janúar 2015 er 3,8%.

Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 02.09.2015

Lagt fram
Lagðar fram til kynningar atvinnuleysistölur Fjallabyggðar, tímabilið janúar - júlí 2015. Í júlí voru 23 á atvinnuleysisskrá, 10 karlar og 13 konur.