Snjósöfnun við Saurbæjarás og gangnamunna í Héðinsfirði

Málsnúmer 1502138

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Lagt fram til kynningar bréf sent Vegagerðinni dagsett 24. febrúar 2015 er varðar snjósöfnun við Saurbæjarás og gangnamuna í Héðinsfirði.
Er þess farið á leit við Vegagerðina að þjóðvegurinn, í gegnum Saurbæjarásin á Siglufirði, verði skoðaður og fundin lausn með það fyrir augum að draga úr snjósöfnun. Einnig er óskað eftir að settar verði upp snjósöfnunargrindur við gangnamuna í Héðinsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Lagt fram til kynningar svarbréf Vegagerðar dagsett 4. mars 2015 vegna snjósöfnunar.
Þar kemur fram að Vegagerðin mun meta aðstæður við Saurbæjarás og í Héðinsfirði og skoða hvaða aðgerðir muni henta best til að draga úr snjósöfnun.