Erindi vegna leikskóladvalar á Leikskálum

Málsnúmer 1502122

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir. Í stað Steinunnar tók Kristjana R. Sveinsdóttir sæti Steinunnar.

Tekið til umfjöllunar erindi frá foreldrum vegna umsóknar um leikskóladvöl á Leikskálum og svör við henni.

Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar komi með tillögu að lausn vegna erindis og leggi fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Undir þessum lið viku af fundi Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir. Kristjana R. Sveinsdóttir tók sæti Steinunnar.

Á fundi 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015 var tekið til umfjöllunar erindi frá foreldrum vegna umsóknar um leikskóladvöl á Leikskálum og svör við því.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu með tillögu að lausn vegna erindis og legðu fyrir næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs kom leikskólastjóri, Olga Gísladóttir.
Deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson boðaði forföll.

Á fundinum kom leikskólastjóri fram með tillögu að lausn málsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu leikskólastjóra.

Taka þarf innritunarreglur leikskólans til endurskoðunar og felur bæjarráð deildarstjóra fjölskyldudeildar og fræðslu- og frístundanefnd það verkefni.