Rekstur upplýsingamiðstöðva

Málsnúmer 1502116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

379. fundur bæjarráðs frá 10. febrúar 2015 óskaði eftir að markaðs- og menningarfulltrúi tæki saman fyrir bæjarráð þau grunnatriði, leiðbeiningar og reglur sem þarf til fyrir rekstur upplýsingamiðstöðva.

Lögð fram greinargerð markaðs- og menningarfulltrúa um rekstur upplýsingamiðstöðva.

Samningur við rekstaraðila upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði rennur út í lok maí 2015.

Bæjarráð samþykkir að upplýsingamiðstöðvar bæjarfélagsins verði staðsettar í bókasöfnum Fjallabyggðar að svo stöddu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við flutning á upplýsingamiðstöð yfir í bókasafnið í Ólafsfirði og ýmsa liði er tengjast upplýsingamiðstöðinni í bókasafninu á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaðarupphæð 607 þúsund kr. til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.