Ósk um framlag í formi hvatningar og styrks

Málsnúmer 1502081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er verkefni sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins.
Starfið fer fram allt árið um kring, með uppskeru í lok skólaárs.

Í erindi framkvæmdastjóra NKG dagsett 11. febrúar er lögð fram ósk um framlag í formi hvatningar og styrks.

Bæjarráð samþykkir að senda skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar erindið til umsagnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015 var tekið fyrir erindi frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, þar sem óskað var eftir framlagi í formi hvatningar og styrks.

Bæjarráð samþykkti að senda skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar erindið til umsagnar.

Í umsögn skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, sem lögð var fyrir bæjarráð, kemur fram að Nýsköpunarkennsla hefur ekki verið formleg í Grunnskóla Fjallabyggðar til þessa. Með tilkomu aðalnámskrár 2011 þar sem sköpun er einn af grunnþáttum menntunar er enn brýnna að finna nýsköpun stað í skólastarfi Grunnskóla Fjallabyggðar og finna leiðir til að þróa hana.

Skólastjóri hvetur bæjarráð til að leggja verkefninu lið og mun beita sér fyrir því að nýsköpun verði með einhverju móti liður í skólastarfi 2015-2016 með það fyrir augum að taka þátt í keppninni. Til dæmis gæti verið um að ræða valgrein á unglingastigi.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 50 þúsund til Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.