Móttaka nýrra íbúa af erlendum uppruna

Málsnúmer 1502050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. febrúar 2015, um málefni innflytjenda.

Verið er afla upplýsinga um hvaða sveitarfélög hafi sett sér formlega móttökuáætlun fyrir nýja íbúa af erlendum uppruna eða falið sérstökum starfsmönnum að annast móttöku þeirra.
Beiðnin er tilkomin vegna markmiðs í þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda um að starfshópi verði falið að semja fyrirmynd að móttökuáætlun fyrir sveitarfélög og farið verði í reynsluverkefni.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fjölskyldudeildar.