Upplýsingaskjár í sundlauginni í Ólafsfirði

Málsnúmer 1501071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Málið snýr að beiðni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að settur verði upp upplýsingaskjár í sundlauginni í Ólafsfirði þar sem sýnilegar verði upplýsingar fyrir ferðamenn um færð á vegum ofl. Beintengt www.safetravel.is

Kostnaður er áætlaður 360 þúsund ásamt rekstri samkvæmt minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa sem lagt var fyrir bæjarráð.
Þar kemur fram að tæknilega er ekki hægt að nýta upplýsingaskjái bæjarfélagsins sem eru staðsettir í báðum byggðakjörnum fyrir þessa upplýsingagjöf.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.