Öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþrótthúss Siglufirði

Málsnúmer 1501069

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27.01.2015

Lagt fram til kynningar erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, til bæjarráðs varðandi öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþróttahúss Siglufirði.
Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir með skólastjóra um nauðsyn þess að gangstéttir á þessari leið séu hreinsaðar þegar snjór safnast á þær.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Tekið fyrir erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 23. janúar 2015, varðandi öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþróttahúss á Siglufirði yfir vetrartímann.

16. fundur Fræðslu- og frístundanefndar tók undir með skólastjóra um nauðsyn þess að gangstéttir á þessari leið séu hreinsaðar þegar snjór safnast á þær.

Í minnisblaði deildarstjóra tæknideildar til bæjarráðs kemur fram að hann og bæjarverkstjóri hafa ítrekað við verktakann, sem sér um mokstur á Siglufirði, að halda þurfi gönguleiðum milli grunnskóla Norðurgötu og íþróttamiðstöðvar á Siglufirði opnum. Verkefnið á að vera í fyrsta forgangi og mun bæjarverkstjóri fylgja því eftir að þetta verði gert.

Fram kom í erindi skólastjóra að í undirbúningi sé að kaupa endurskinsvesti fyrir nemendur í þeim tilgangi að auka öryggi þeirra.

Bæjarráð leggur áherslu á að gönguleið sé mokuð og felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman aukinn kostnað vegna málsins fyrir næsta bæjarráðsfund og að athuga aðkomu Vegagerðarinnar.