Uppsögn á þjónustusamningi um þjónustu við atvinnuleitendur og ósk um viðtalsaðstöðu

Málsnúmer 1411064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 03.12.2014

Lögð fram tilkynning og bréf frá 21.11.2014 um að Vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning dags. 23. september 2012 en óskar eftir viðtalsaðstöðu án endurgjalds.

Bæjarráð óskar eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi þess að atvinnuleitendur þurfa á þjónustu og aðstoð að halda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Í bréfi Vinnumálastofnunar frá 21. nóvember 2014 kom fram að Vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning dags. 23. september 2012 en óskar eftir viðtalsaðstöðu án endurgjalds.

370. fundur bæjarráðs frá 3. desember 2014 óskaði eftir því að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð í ljósi þess að atvinnuleitendur þurfa á þjónustu og aðstoð að halda.

Í bréfi Vinnumálastofnunar frá 11. febrúar 2015 kemur m.a. fram að bregðast hafi þurft við hagræðingarkröfu sem fólst í fjárlögum ársins 2015 og að með nýrri aðferð við að taka á móti umsóknum um atvinnuleysistryggingar, rafrænar undirskriftir umsókna, hafi dregið verulega úr þörf fyrir þeirri þjónustu sem felst í þjónustusamningi vinnumálastofnunar, m.a. við sveitarfélög.

Þótt Vinnumálastofnun sjái sig tilneydda til að taka ákvörðun um að framlengja ekki þjónustusamninginn, óskar stofnunin eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið um verkefni sem snúa að atvinnuleitendum.

Bæjarráð samþykkir að viðhalda samstarfi eins og kostur er.