Varðar málefni eldri borgara

Málsnúmer 1411058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 03.12.2014

Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara á Siglufirði dags. 19. nóvember 2014. Þar er m.a. vakin athygli á því að kostnaður við upphitun húsa er mun hærri á Siglufirði en í Ólafsfirði og að munur er á fasteignamati milli byggðakjarna.

Bæjarráð þakkar fram komnar ábendingar og vill koma á framfæri að Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður eru að vinna að tillögum um breytingu á álagningu fasteignagjalda til að jafna álögur á íbúa.
Íbúar byggðakjarna kaupa vatn til húshitunar af sitthvoru fyrirtækinu á sitthvorri gjaldskránni.