Stoppistöð skólarútu við Vetrarbraut

Málsnúmer 1411055

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 24.11.2014

Frístunda- og fræðslunefnd beinir því til bæjarráðs að farið verði eftir deiliskipulagi frá 13. maí 2013 um skipulag við nýbyggingu grunnskólans við Norðurgötu. Samvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir því að útbúið verði svo kallað sleppisvæði fyrir skólarútuna við Vetrarbraut.
Jafnframt beinir nefndin því til bæjarráðs að öryggi farþega skólarútunnar verði aukið með því að fylgdarmaður í rútunni fari út með börnunum á stoppistöðvum og stöðvi umferð meðan þau fara yfir götuna. Ella verði sett upp umferðarljós við stoppistöðvar skólarútunnar.