Fyrirhugaðar breytingar á starfsemi embætti Sýslumanns á Siglufirði

Málsnúmer 1411042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18.11.2014

Á 359. fundi bæjarráðs 16. október 2014, gerði bæjarráð alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða fækkun starfa í Fjallabyggð á vegum ríkisins er tengdust skrifstofu sýslumanns og óskaði eftir að fá fund með nýjum sýslumanni.

Svavar Pálsson skipaður sýslumaður á Norðurlandi eystra frá næstu áramótum, mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu embættisins.
Fram kom í máli hans að ekki er gert ráð fyrir fækkun stöðugilda við embættið, umfram breytingar á staðsetningu sýslumannsins.