Útgjaldajöfnunarframlag vegna snjómoksturs í þéttbýli

Málsnúmer 1411035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 03.12.2014

Innanríkisráðuneytið sendir bréf dags. 13. nóvember 2014. Óskað er eftir upplýsingum um snjómokstur í þéttbýli á snjóþungum svæðum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 402. fundur - 21.07.2015

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 6. júlí 2015, þar sem tilkynnt er um leiðréttingu á útreikningi framlaga til Fjallabyggðar vegna snjómoksturs á snjóþyngstu svæðum landsins, 2007 til 2014.

Framlag til Fjallabyggðar hækkar um 44,9 milljónir með verðbótum og samþykkir bæjarráð að vísa breytingunni til viðauka við fjárhagsáætlun.