Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21. nóvember 2014

Málsnúmer 1411014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 109. fundur - 01.12.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21. nóvember 2014 Á fundinn mættu Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri á Akureyri. Kynntu þau starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og rætt var um hugsanlega samstarfsfleti við Fjallabyggð á vettvangi nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna.
    Stefnt er að halda kynningarfund um nýsköpunarsamkeppni fimmtudaginn 4. desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1406040 Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018
    Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 21. nóvember 2014 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2015 fyrir málaflokkinn atvinnumál.

    Atvinnumálanefnd samþykkir að vísa tillögunni til bæjarráðs og leggur áherslu á að veitt verði auknu fé til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 109. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.