Fundur bæjarfulltrúa og bæjarstjóra Fjallabyggðar með félags- og húsnæðismálaráðherra 7/11 2014

Málsnúmer 1411014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18.11.2014

Lagt fram minnisblað sem lagt var fram á fundi bæjarfulltrúa með ráðherra félags- og húsnæðismála þann 7/11 2014.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri fóru yfir ábendingar í minnisblaðinu og viðbrögð ráðherra við þeim.
Tilefni fundarins voru m.a. áherslur ríkisstjórnar um að fjölga störfum á landsbyggðinni.

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að bæjaryfirvöld Fjallabyggðar lýsa yfir miklum áhuga á því að hluti af nýrri stjórnsýslustofnun sem sinna á málefnum Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs og réttargæslumanna fatlaðs fólks verði staðsettur í Fjallabyggð. Mikil reynsla og þekking í fjarvinnslu er til staðar í sveitarfélaginu.
Í Ólafsfirði hefur verið starfrækt fjarvinnsla á vegum Alþingis, en þeim störfum hefur fækkað verulega á síðustu árum, ásamt fleiri opinberum störfum.

Bæjaryfirvöld Fjallabyggðar hvöttu til þess að horft sé til Fjallabyggðar þegar flutningur á opinberum störfum er fyrirhugaður og lýstu sig ávallt tilbúin til viðræðna við ríkisvaldið í þeim efnum.