Erindi vegna hóps á vegum Háskóla Íslands

Málsnúmer 1410019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Lögð fram fyrirspurn um gistingu nemenda frá Háskóla Íslands sem fengu aðstöðu í skólastofum við Hlíðarveg á Siglufirði og bendir Sæmundur Ámundason á að um sé að ræða samkeppni við gistiheimili á staðnum.
Til frekari skýringar er rétt að draga fram neðanritað.
Um var að ræða námsferð, með 65 nemenda á 3. ári náms í landfræði og ferðamálafræði. Megintilgangur námsferðar var að þjálfa nemendur í að vinna að sjálfstæðum rannsóknaverkefnum á sínu sviði og að nemendur kynnist aðstæðum í viðkomandi sveitarfélögum.

Að hverju verkefni og skýrslu vinna tveir nemendur sem gagnast aðilum heima fyrir, enda varðar málin rekstur eða aðkomu sveitarfélaga.

Skipuleggjendur lögðu áherslu á að skólinn hefði úr afar takmörkuðum fjármunum að spila.
Lögð var áherslu á við bæjarfélagið að ná niður kostnaði, t.d. með því að leggja til húsnæði þar sem nemendur gætu gist og/eða haft vinnuaðstöðu þar sem hóparnir gætu athafnað sig.
Þessi nálgun var forsenda þess að þeir kæmu til Fjallabyggðar.

Bæjarráð vill taka fram að Fjallabyggð mun ekki vera í samkeppni við gistiheimili á staðnum.
Þessi aðstoð við nemendur Háskóla Íslands var byggð á ofanritaðri nálgun, en rétt er að geta þess að veitingastaðir og verslanir nutu góðs af.