Drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta til umsagnar

Málsnúmer 1410018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 359. fundur - 16.10.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmum taka gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 17. október.
Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við umdæmamörk eða skipan í umrædd störf.

Á fund stjórnar Eyþings 15. október 2014, mætti sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson og upplýsti stjórn og bæjarstjóra Fjallabyggðar að ætlunin væri að fækka um eitt stöðugildi á sýsluskrifstofunni á Siglufirði, í kjölfar umdæmisbreytinga og skertra fjárframlaga.

Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við fækkun starfa í Fjallabyggð á vegum ríkisins.

Bæjarráð kallar eftir skýrum svörum og rökstuðningi frá ríkisvaldinu.

Bæjarráð óskar eftir fundi með nýjum sýslumanni.
Lögð er áhersla á að fá svör við hans framtíðaráformum er varðar Fjallabyggð.