Fjárlög til hafnaframkvæmda og hafnalög

Málsnúmer 1410013

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Lagðar fram upplýsingar til stjórnar Hafnasambands Íslands er varðar framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2015.

Þar kemur m.a. fram að fjárheimildir fyrir árið 2014 voru 1.186.6 m.kr., en fyrir árið 2015 er miðað við 748.7 m.kr.
Um er að ræða lækkun upp á 437.9 m.kr. að raungildi eða um 36.9%.
Framlög í hafnarbótasjóð lækka um þriðjung og heildarframlög til hafnaframkvæmda um tæp 37%.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar hvetur Alþingi til að taka til endurskoðunar fjárveitingar til verkefna á sviði hafnarmála á árinu 2015.

Lagt fram til kynningar.