Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014

Málsnúmer 1410010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.11.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1409031 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október s.l. um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar, ásamt reglugerð nr. 625 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015 og reglugerð nr. 782 um breytingu á reglugerð nr. 652/2014, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015.
    Um er að ræða 300 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 94 tonn fyrir Siglufjörð.
    Bæjarráð hefur vísað málinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.

    Sveitarfélagið hefur fengið frest til 17. nóvember til að skila inn tillögum um sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins ásamt rökstuðningi.

    Í ljósi þess að frestur til að skila inn sérreglum hefur verið framlengdur, leggur Atvinnumálanefnd til við bæjarráð, að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum til að fá fram hugmyndir að sérreglum sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Valur Hilmarsson formaður nefndarinnar kynnti hugmynd að samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð. Lagt er til að sveitarfélagið Fjallabyggð standi fyrir samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í heimabyggð. Hugmyndin er að óskað verði eftir samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Samkeppnin verði öllum opin, einstaklingum, hópum og fyrirtækjum og þeim boðið að senda inn verkefnin sín og sækja um þátttöku í verkefninu.

    Nefndin fagnar hugmyndinni og leggur til við bæjarráð að henni verði hrundið í framkvæmd í ársbyrjun 2015 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1401026 Ferðastefna Fjallabyggðar
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Stýrihópur um gerð ferðastefnunnar óskar eftir umsögn nefnda sveitarfélagsins.

    Fundurinn fagnar vinnu stýrihópsins við gerð stefunnar og telur hana löngu tímabæra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1407005 Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014
    Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29. október 2014 Fundargerðir stjórnar AFE nr. 171 og nr. 172 ásamt fundargerð aðalfundar lagðar fram til kynningar.

    Undir þessum lið mætti á fundinn Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri AFE og kynnti hann starfsemi atvinnuþróunarfélagsins. Jafnframt fór hann yfir helstu verkefni og áherslur í starfseminni og möguleikum Eyjafjarðarsvæðisins til atvinnusköpunar.

    Nefndin þakkar Þorvaldi fyrir að koma á fund nefndarinnar og fyrir greinargóðar upplýsingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.