Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014

Málsnúmer 1410007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.11.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 353. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
    Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.

    Markaðs- og menningarnefnd tekur undir hvatingu til stofnana bæjarfélagsins um að minnast þessa mikilvægu réttinda.

    Markaðs- og menningarfulltrúa er falið að kanna með möguleika á viðburðum í bæjarfélaginu 2015 sem tengjast konum, handverki þeirra, málverkum og bókmenntum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 355. fundur bæjarráðs vísaði þessu erindi til umfjöllunar í markaðs og menningarnefnd.

    Lagt fram bréf dags. 10. september undirritað af formanni safnastjórnar og safnstjóra. Í bréfinu er upptalin sú þjónusta sem safnið veitir á móti árlegum styrk frá bæjarfélaginu.
    Núverandi samningur gildir til 31.12.2014 og vísa bréfritarar til svarbréfs bæjarstjórnar frá síðasta ári en þar kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 skuli taka samninginn til endurskoðunar með tilliti til endurnýjunar.

    Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur til lengri tíma, en verið hefur.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir samantekt sem unnin var fyrir Fjallabyggð um komur ferðamanna til Fjallabyggðar á árunum 2004 - 2013. Helstu niðurstöður eru að alls er áætlað að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið til Fjallabyggðar á árinu 2013 sem er 68% aukning frá árinu 2004 og 50% aukning frá árinu 2010. Rétt er þó að vekja athygli á því að fráviksmörk eru nokkur en niðurstöðurnar gefa góða vísbendingu um þróunina og stöðu mála.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar RFF fyrir þessa samantekt og telur hana varpa góðu ljósi á þá gífurlegu aukningu ferðamanna sem eru að koma til Fjallabyggðar og hversu mikla þýðingu Héðinsfjarðargöng hafa haft á aukin ferðamannastraum til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

    Markaðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að bæjarfélagið komi enn betur til móts við ferðaþjónustuna með bættri aðstöðu, upplýsingum og merkingum fyrir ferðamenn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir þær athugasemdir við Menningarstefnu Fjallabyggðar, sem hann setti fram í minnisblaði til nefndarinnar. Í ljósi framkominna athugasemda telur nefndin að ekki þurfi að gera viðamiklar breytingar á Menningarstefnu Fjallabyggðar en tekur undir þá athugasemd að vinna þurfi langtímaáætlun um uppbyggingu á sviði menningarmála þar sem verkefnum verður forgangsraðað og þau tímasett.
    Slík áætlun er grundvöllur til frekari ákvörðunartöku er lýtur að fjárframlagi til menningarmála.

    Jafnframt telur nefndin mikilvægt að vinna við endurskoðun stefnunnar taki mið af markmiðum í menningarstefnu Eyþings frá 2013.

    Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa og formanni nefndarinnar að vinna drög að endurskoðaðri menningarstefnu út frá þeim athugasemdum sem gerðar hafa verið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Lagðar fram skýrslur rekstraraðila tjaldsvæðanna á Siglufirði og í Ólafsfirði. Einnig voru kynntar niðurstöður úr könnun sem gerð var á meðal gesta tjaldsvæðanna sl. sumar.
    Gistinætur á tjaldsvæðum Siglufjarðar voru 4.867 og á Ólafsfirði 795.
    Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni svöruðu því til að þeir væru komnir til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar til að upplifa náttúru svæðisins. Lang flestir voru ánægðir með tjaldsvæðin og starfsmenn fengu góða dóma. Fjölmargar ábendingar bárust um hvað geri megi betur.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir greinargóðar skýrslur og felur markaðs- og menningarfulltrúa að taka saman minnisblað um hvað betur megi fara í rekstri tjaldsvæðanna þannig að hægt verði að tryggja nægjanlegt fjármagn til reksturs þeirra við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Farið yfir skýrslur frá rekstraraðilum upplýsingmiðstöðva á Siglufirði og í Ólafsfirði. Um 1.300 heimsóknir voru í upplýsingamiðstöðina á Siglufirði á tímabilinu 15. maí - 30. sept. og um 660 í upplýsingamiðstöðina Ólafsfirði á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.
    Nefndin þakkar rekstraraðilum fyrir góðar skýrslur.

    Í ljósi þess að rekstaraðili upplýsingamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði, Kaffi Klara hefur nú lokað kaffihúsinu, lýtur nefndin svo á að samningur við Bolla og bedda ehf sé ekki lengur í gildi og leggur til að starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar verði færð í bókasafnið að Ólafsvegi 4.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Ægir Bergsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

    Lögð fram skýrsla og ársreikningur fyrir Síldarævintýrinu 2014.

    Markaðs- og menningarnefnd þakkar Síldarævintýrisnefnd fyrir greinargóða skýrslu og óeigingjarnt starf við hátíðarhaldið og skipulag þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar frá 20. október 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Lagt fram yfirlit yfir umsóknir sem borist hafa.
    Samtals eru umsóknir að upphæð 19,3 milljónir, en úthlutun í fyrra nam 5,3 milljónum.
    Tillaga að styrkjum verður tekin til afgreiðslu á fundi nefndarinnar í nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23. október 2014 Rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 41,1 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 44,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 9,9 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var 11,1 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 108. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.