Rekstur tjaldsvæða sumarið 2014

Málsnúmer 1409105

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23.10.2014

Lagðar fram skýrslur rekstraraðila tjaldsvæðanna á Siglufirði og í Ólafsfirði. Einnig voru kynntar niðurstöður úr könnun sem gerð var á meðal gesta tjaldsvæðanna sl. sumar.
Gistinætur á tjaldsvæðum Siglufjarðar voru 4.867 og á Ólafsfirði 795.
Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni svöruðu því til að þeir væru komnir til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar til að upplifa náttúru svæðisins. Lang flestir voru ánægðir með tjaldsvæðin og starfsmenn fengu góða dóma. Fjölmargar ábendingar bárust um hvað geri megi betur.

Markaðs- og menningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir greinargóðar skýrslur og felur markaðs- og menningarfulltrúa að taka saman minnisblað um hvað betur megi fara í rekstri tjaldsvæðanna þannig að hægt verði að tryggja nægjanlegt fjármagn til reksturs þeirra við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015.