Framlag hafnarnefndar til markaðssetningar 2015

Málsnúmer 1409086

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Anita Elefsen var boðin velkomin á fund hafnarstjórnar. Fór hún yfir þann árangur sem náðst hefur fram til ársins 2014, en á fyrri árum mættu 1 - 3 skemmtiferðaskip til Siglufjarðar árlega. Nú í sumar urðu þau 6 og er gert ráð fyrir 14 komum til bæjarfélagsins á næsta ári. Anita lagði einnig fram tillögu að markaðsetningu hafnarinnar til kynningar.

Hafnarstjórn fagnar árangri í markaðssetningu hafnarinnar og leggur til við bæjarstjórn að verkefninu verði framhaldið á næsta fjárhagsári.
Anita leggur áherslu á endurnýjun á kynningarefni með nýrri hönnun, uppsetningu og til að standa undir prentun efnis.
Jafnframt leggur Anita til að hafnarstjórn auki framlag sitt til markaðssetningar úr kr. 500.000.- í kr. 1.000.000.-.

Hafnarstjórn leggur til að styrkupphæð miðist við kr. 1.000.000.- á næsta fjárhagsári.
Hafnarstjórn telur einnig rétt að leggja til við bæjarstjórn að Fjallabyggðarhafnir taki upp farþegagjald sem nemur 50 krónur á farþega en áætlaður fjöldi er um 2500 manns.
Samþykkt samhljóða.