Þjónusta við þjóðvegi í þéttbýli

Málsnúmer 1409074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 358. fundur - 07.10.2014

Lagt fram bréf frá þjónustustjóra Vegagerðar dags. 15.09.2014. Þar kemur fram að búið er að ákveða að Vegagerðin sjái sjálf um vetrarþjónustu á þjóðvegum í þéttbýli í sveitarfélaginu til framtíðar.
Um er að ræða að sinna vetrarþjónustu í samræmi við sumarþjónustu. Fram kemur að hægt er að semja við verktaka um þjónustuna náist samkomulag um verð og fleira, eins og það er orðað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá nánari skýringar á fyrirhugaðri vetrarþjónustu er varðar snjómokstur í Fjallabyggð.