Tilfærsla á launaliðum í fjárhagsáætlun vegna langtímaveikinda

Málsnúmer 1409044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
Þar kemur fram að við gerð áætlunar fyrir árið 2014 var lagt til hliðar fjármagn vegna langtímaveikinda sem stofnanir gætu fengið hlutdeild í, eftir aðstæðum hverju sinni.
Gert var ráð fyrir að miða ætti við að starfsmaður sé veikur í 8 vikur eða 56 daga.
Lagt er til við bæjarráð, að heimila tilfærslu á fjármagni vegna langtímaveikinda að upphæð 12.8 m.kr. af fjárhagslið 21-60 yfir á launalið viðkomandi stofnana.

Bæjarráð samþykkir fram komna tilfærslu.