Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1408056

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28.08.2014

Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir,  skólastjóri Grunnskólans. Ríkey lagði fram Ársskýrslu Grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014.

Á síðasta skólaári voru 49 starfsmenn starfandi við skólann, þar af 26 kennarar. Nemendafjöldi var 206. Nú í upphafi skólaárs eru starfsmenn 45, þar af 25 kennarar. Fjöldi nemenda er 201 og þrátt fyrir fækkun nemenda milli ára er hún mun minni er gert var ráð fyrir.

Ríkey gerði grein fyrir breyttri starsemi skólans en eins og kunnugt er hefur viðbygging við skólahúsið við Norðurgötu verið tekin í notkun um leið og skólinn hættir að nýta húsnæðið að Hlíðarvegi 18-20.  Þar með er starfsemi skólans á Siglufirði komin undir eitt þak.  Bekkjardeildir í skólahúsinu við Norðurgötu eru 1.- 4. bekkur og 8.-10. bekkur. Bekkjardeildir á Ólafsfirði eru 1.-7. bekkur.
Í máli Ríkeyjar kom fram að þessum breytingum fylgja óhjákvæmilega nokkrir byrjunarörðugleikar, en segir að starfslið skólans og nemendur hafi lagst á eitt við að sníða af þá annamarka sem komið hafi upp.

Í umræðum komu fram áhyggjur nefndarmanna af ástandi skólalóðarinnar við Norðurgötu, en lóðin þarfnast talsverðrar lagfæringar við. Jafnframt er þörf á lagfæringum á skólalóðinni við skólann í Ólafsfirði.