Skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar 2014 - 2015

Málsnúmer 1408055

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28.08.2014

Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskólans. Skólastjóri lagði fram skóladagatal Leikskólans fyrir skólaárið 2014-2015. Skóladagatalið er með hefðbundnu sniði, en eins og skóladagatal Tónskólans þá er það samræmt dagatali hinna skólanna og eru m.a. skipulagsdagar Leikskólans samræmdir við starfsdaga Grunnskólans og Tónskólans.
Olga leggur áherslu á að Leikskólanum verði gert kleift að fjölga skipulagsdögum um einn og bæta við fjórum starfsmannafundum á ári utan vinnutíma, sem eru tveir klukkutímar í senn.

Eins og endranær verður sumarlokun Leikskólans fjórar vikur, frá 13. júlí til 12. ágúst 2015.

Fjöldi nemenda eru 116 og hefur fjölgað um 15 frá síðasta ári.

Lausa kennslustofan  sem staðsett  er á lóð Leikskála verður tekin í gagnið 2. september næst komandi.